Vestmannaeyjabær Georg Eiður Arnarson skrifar 11. september 2021 20:31 Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun