Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2021 19:02 Get Outlook for iOS Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. „Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.” Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.”
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35
Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48
Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21