Varast ber til vamms að segja Kári Stefánsson skrifar 7. september 2021 12:30 Eitt af því sem lærist fljótt þeim sem lendir títt í viðtölum í beinni útsendingu er að svara ekki endilega þeim spurningum sem spyrillinn beinir að manni heldur þeim sem hentar manni að svara. Í grein sem Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans birti á Vísir.is í gær, og átti að heita viðbrögð við því sem ég sagði í viðtali við Læknablaðið, notar hann tækni sem er af sama toga. Hann gagnrýnir mig ekki fyrir það sem ég sagði heldur það sem honum hentaði að ég hefði sagt. Til dæmis segir hann í niðurlagsorðum greinar sinnar að ég hafi vegið ómaklega að starfsfólki spítalans. Ég held að ég hafi hvorki vegið maklega né ómaklega að starfsfólki spítalans heldur hrósað því en þó ekki um of. Sem dæmi má nefna eftirfarandi málsgrein: „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðafólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því.“ Þessi málsgrein segir næstum því allt sem ég vildi sagt hafa um Landspítalann; þar vinnur einstaklega gott og hæft fólk við erfiðar aðstæður. Þessar aðstæður gera það að verkum að andrúmsloftið á staðnum er ekki eins og best verður á kosið og þegar fólk vinnur í vondu andrúmslofti þreytist það fyrr og verður ekki eins mikið úr verki. Það eru að öllum líkindum margar og flóknar ástæður fyrir þessum erfiðu aðstæðum en ein er sú að spítalinn hefur verið fjársveltur til langs tíma. Ástæður fyrir fjársveltinu eru einnig margar og flóknar en flestar eiga þær að öllum líkindum rætur sínar í því að Alþingi Íslendinga virðist líta svo á að góð heilbrigðisþjónusta sé lúxus sem eigi einungis að vera til staðar fyrir þá sem hafa efni á að kaupa sér hana utan kerfis. Á einum stað í greininni segir Páll: „ Kári ræðir í löngu máli lækna spítalans, kallar þá ósamstæða og sérgæslumenn.“ Þetta er einfaldlega ekki satt. Í viðtalinu ræði ég hvergi lækna spítalans. Ég tjái hins vegar þá skoðun mína að læknar hafi of lítil áhrif á þróun heilbrigðismála á Íslandi og held því fram að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna þess hvernig þeir hafa staðið að félagsmálum sínum. Stærstu samtök lækna í landinu, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur standa varla undir því að kallast fagfélög heldur eru þau fyrst og fremst félög sem semja um kaup og kjör lækna. Þetta gerir það að verkum að það hefur reynst erfit fyrir stjórnvöld að leita til samtaka lækna um ráð. Þetta er bagalegt og mikilvægt að læknar skilji að þau samtök sem semja um kaup og kjör og hins vegar þau sem ættu að leiða þjóðina í baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu. Það yrði miklu skemmtilegra að vera læknir undir þeim kringumstæðum og læknum sem finnst gaman að vinna eru miklu betri læknar. Þá er það spurningin um það hvers vegna Páll hafi brugðist svona við viðtalinu við mig í Læknablaðinu þar sem ég segi lítið annað en að spítalinn sé í vanda sem er skoðun sem hann reynir ekki að hrekja ? Ég viðurkenni að sá möguleiki sé fyrir hendi að ég misskilji hrapalega mín eigin orð í viðtalinu en Páll skilji þau hinum rétta skilningi. Eftirfarandi skilaboð sem ég fékk i gær frá einum af læknum spítalans benda kannski til þess að svo sé ekki. „Sæll Kári, Vil persónulega þakka þér fyrir mjög hreinskilið viðtal í Læknablaðinu. Þar telur þú upp mikilvæga þætti í rekstri Landspítalans sem þarf að ræða. Svar Páls í dag í þinn garð er mjög ómaklegt að mínu mati Kveðja Theódór Skúli Barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir (en einnig formaður félags sjúkrahúslækna.)“ Annar möguleiki og líklegri er sá að Páll líti svo á að með lýsingum mínum á vesöld spítalans sé ég að gagnrýna hann. Ef það reynist rétt væri grein hans sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera svolítil aðför að mér beinlínis árás á hann sjálfan. Það væri miður því vesöld spítalans er á ábyrgð þjóðar sem hefur kosið sér leiðtoga sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið í áratugi en ekki forstjóra sem er að gera sitt besta úr því sem honum var gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem lærist fljótt þeim sem lendir títt í viðtölum í beinni útsendingu er að svara ekki endilega þeim spurningum sem spyrillinn beinir að manni heldur þeim sem hentar manni að svara. Í grein sem Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans birti á Vísir.is í gær, og átti að heita viðbrögð við því sem ég sagði í viðtali við Læknablaðið, notar hann tækni sem er af sama toga. Hann gagnrýnir mig ekki fyrir það sem ég sagði heldur það sem honum hentaði að ég hefði sagt. Til dæmis segir hann í niðurlagsorðum greinar sinnar að ég hafi vegið ómaklega að starfsfólki spítalans. Ég held að ég hafi hvorki vegið maklega né ómaklega að starfsfólki spítalans heldur hrósað því en þó ekki um of. Sem dæmi má nefna eftirfarandi málsgrein: „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðafólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því.“ Þessi málsgrein segir næstum því allt sem ég vildi sagt hafa um Landspítalann; þar vinnur einstaklega gott og hæft fólk við erfiðar aðstæður. Þessar aðstæður gera það að verkum að andrúmsloftið á staðnum er ekki eins og best verður á kosið og þegar fólk vinnur í vondu andrúmslofti þreytist það fyrr og verður ekki eins mikið úr verki. Það eru að öllum líkindum margar og flóknar ástæður fyrir þessum erfiðu aðstæðum en ein er sú að spítalinn hefur verið fjársveltur til langs tíma. Ástæður fyrir fjársveltinu eru einnig margar og flóknar en flestar eiga þær að öllum líkindum rætur sínar í því að Alþingi Íslendinga virðist líta svo á að góð heilbrigðisþjónusta sé lúxus sem eigi einungis að vera til staðar fyrir þá sem hafa efni á að kaupa sér hana utan kerfis. Á einum stað í greininni segir Páll: „ Kári ræðir í löngu máli lækna spítalans, kallar þá ósamstæða og sérgæslumenn.“ Þetta er einfaldlega ekki satt. Í viðtalinu ræði ég hvergi lækna spítalans. Ég tjái hins vegar þá skoðun mína að læknar hafi of lítil áhrif á þróun heilbrigðismála á Íslandi og held því fram að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna þess hvernig þeir hafa staðið að félagsmálum sínum. Stærstu samtök lækna í landinu, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur standa varla undir því að kallast fagfélög heldur eru þau fyrst og fremst félög sem semja um kaup og kjör lækna. Þetta gerir það að verkum að það hefur reynst erfit fyrir stjórnvöld að leita til samtaka lækna um ráð. Þetta er bagalegt og mikilvægt að læknar skilji að þau samtök sem semja um kaup og kjör og hins vegar þau sem ættu að leiða þjóðina í baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu. Það yrði miklu skemmtilegra að vera læknir undir þeim kringumstæðum og læknum sem finnst gaman að vinna eru miklu betri læknar. Þá er það spurningin um það hvers vegna Páll hafi brugðist svona við viðtalinu við mig í Læknablaðinu þar sem ég segi lítið annað en að spítalinn sé í vanda sem er skoðun sem hann reynir ekki að hrekja ? Ég viðurkenni að sá möguleiki sé fyrir hendi að ég misskilji hrapalega mín eigin orð í viðtalinu en Páll skilji þau hinum rétta skilningi. Eftirfarandi skilaboð sem ég fékk i gær frá einum af læknum spítalans benda kannski til þess að svo sé ekki. „Sæll Kári, Vil persónulega þakka þér fyrir mjög hreinskilið viðtal í Læknablaðinu. Þar telur þú upp mikilvæga þætti í rekstri Landspítalans sem þarf að ræða. Svar Páls í dag í þinn garð er mjög ómaklegt að mínu mati Kveðja Theódór Skúli Barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir (en einnig formaður félags sjúkrahúslækna.)“ Annar möguleiki og líklegri er sá að Páll líti svo á að með lýsingum mínum á vesöld spítalans sé ég að gagnrýna hann. Ef það reynist rétt væri grein hans sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera svolítil aðför að mér beinlínis árás á hann sjálfan. Það væri miður því vesöld spítalans er á ábyrgð þjóðar sem hefur kosið sér leiðtoga sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið í áratugi en ekki forstjóra sem er að gera sitt besta úr því sem honum var gefið.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun