Mæta þörfum danska vinnumarkaðarins með fleiri eldri borgurum og háskólastúdentum Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 11:28 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í morgun umfangsmiklar aðgerðir til að fjölga fólki á vinnumarkaði. Getty Stjórnvöld í Danmörku vonast til þess að fjölga fólki á vinnumarkaði um rúm tíu þúsund á næstu níu árum. Mette Fredriksen forsætisráðherra og Nicolai Wammen fjármálaráðherra kynntu aðgerðapakka þar að lútandi í morgun, undir yfirskriftinni „Danmörk getur gert meira 1“. Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar. Danmörk Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Fredriksen sagði að þessar ráðstafanir væru afar mikilvægar til að mæta bráðri vinnuaflsþörf atvinnulífsins og til að standa undir fjármögnun velferðarkerfisins. Vinna þurfi ekki að vera ánægjuleg „Þessi áætlun er fjárhagslega ábyrg og samfélagslega réttlát,“ hefur Politiken eftir henni. „Við verðum að útrýma þeirri lífseigu bábilju að vinna eigi að vera sérstaklega ánægjuleg.“ „Við sjáum ákveðið viðhorf læðast inn í samfélagið um að það sé í góðu lagi fyrir suma hópa að stunda ekki vinnu. Við verðum að losna við það. […] Allir ættu að fara á fætur á morgnana og halda til vinnu. Þau sem ekki eru fær um slíkt munu svo fá viðeigandi aðstoð.“ Skorið niður við nýútskrifaða og fjárfestingaátak Meðal helstu aðgerða má nefna að framfærslustyrkur til nýútskrifaðra háskólanema án atvinnu lækkar, og frítekjumark ellilífeyrisþega og námsstyrksþega verður hækkað. Þá verður ráðist í opinberar fjárfestingar fyrir 4,5 milljarða danskra króna, hátt í 100 milljarða íslenskra króna, í verkefni tengd menntun og umhverfismálum. Áætlunin er háð samþykki þingsins, en fyrstu viðbrögð samstarfsflokka Jafnaðarmannaflokks Fredriksens, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans gefa til kynna að nokkuð sé þar óuppgert. Sérstaklega eru þau efins um hvort lækkun framlags til nýútskrifaðra háskólanema skili sér í aukinni atvinnuþátttöku, en meiri ánægja er þar á bæ með aðra þætti áætlunarinnar.
Danmörk Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira