Gamalt fólk má líka velja Svandís Svavarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 7. september 2021 11:00 Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun