Loftgæði bötnuðu tímabundið í kórónuveirufaraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 13:26 Þykk mengunarmóða yfir Mexíkóborg í apríl. Loftmengun veldur milljónum ótímabærra dauðsfalla á hverju ári. Víða dró tímabundið úr mengun þegar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar drógu verulega úr ferðalögum fólks og efnahagslegum umsvifum. AP/Ginnette Riquelme Svifryksmengun minnkaði umtalsvert, sérstaklega í borgum, þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn hægði á hagkerf heimsins. Þrátt fyrir samdráttinn var loftmengun víða enn yfir heilsuverndarmörkum. Fordæmalaus samdráttur var í losun á ýmsum mengandi efnum eins og brennisteinsdíoxíði, nituroxíði, kolmónoxíði og ósoni þegar sóttvarnaaðgerðir takmörkuðu verulega bílaumferð og framleiðslu í heiminum. Í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að styrkur nituroxíðs dróst saman um hátt í 70% að meðaltali í heiminum og svonefndt PM2,5 svifryk um allt að 40% borið saman við tímabilið 2015 til 2019. Rannsóknin byggði á mælingum frá 540 mælistöðvum í og við 63 borgir í 25 löndum í öllum heimsálfum. Áætlað er að loftmengun valdi allt að 4,5 milljónum ótímabærum dauðsföllum á hverju ári, fyrrst og fremst svifryksmengun. Fjöldinn hefur nærri því tvöfaldast á undanförnum þrjátíu árum. Minna svifryk en meira óson Samdráttur varð þó ekki alls staðar og ekki í öllum mengandi efnum. Þannig var styrkur ósons nær óbreyttur eða jókst jafnvel aðeins sums staðar. Í Austur-Asíu og Suður-Ameríku jókst styrkur þess um fjórðung. Þó að ósónlagið í efri lögum lofthjúpsins verji menn og lífríki fyrir skaðlegum útfjólubláum geilsum sólar er efnið heilsuspillandi þegar menn anda því að sér á jörðu niðri. Ósón við yfirborð jarðar myndast við samspil sólargeisla, hita og útblásturs frá bílum. Styrkur brennisteinsmengunar var allt frá 25 til 60% lægri í fyrra en hann var fimm árin fyrir faraldurinn alls staðar í heiminum. Einnig dró úr styrk kolmónoxíðs. „Covid-19 reyndist vera óvænt tilraun í loftgæðum og það leiddi til tímabundinnar og staðbundinnar bætingar. Heimsfaraldur kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir viðvarandi og kerfisbundnar aðgerðir til að taka á þáttum sem hafa áhrif á lýðfræðilegar og loftlagsbreytingar og gæta þannig bæði heilsu fólks og plánetunnar,“ segir Petteri Taalas, forstjóri WMO um skýrsluna. Loftmengun er yfirleitt stað- og tímabundin. Oksana Tarasova, forstöðumaður loft- og umhverfisrannsókna WMO, segir að því hafi sóttvarnaaðgerðir aðeins skammtímaáhrif á styrk loftmengunar. „Um leið og bílarnir fara aftur út á göturnar versnar ástandið aftur,“ segir hún við AP-fréttastofuna. Himininn var gulur og appelsínugulur í San Francisco vegna reyks frá miklum gróðureldum sem geisuðu í Kaliforníu og víðar í vestanverðum Bandaríkjunum í lok síðasta sumars.Vísir/EPA Reykur frá gróðureldum olli kólnun á suðurhveli Fleiri þættir höfðu áhrif á loftgæði í fyrra en beinar athafnir manna. Miklir gróðureldar í Ástralíu, ollu þannig óvenjuháum styrk PM2,5 svifryks í janúar í fyrra og desember árið 2019. Reykurinn frá eldunum var svo mikill að hann olli tímabundinn kólnun á suðurhveli jarðar líkt og aska frá eldgosum getur gert með því að endurvarpa sólargeislum út í geim. Kröftugir gróðureldar í Síberíu og vestanverðum Bandaríkjunum losuðu einnig mikið magn kolefnis út í andrúmsloftið. Mökkurinn frá eldunum var greinilegur frá geiminum séð. Óvenjulítið var aftur á móti um gróðurelda í Kanada og Alaska á sama tíma. Áður hefur komið fram að fordæmalaus samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum vegna heimsfaraldursins í fyrra. Ólíkt loftmenguninni ræðst hnattræn hlýnun af uppsafnaðri losun manna frá upphafi iðnbyltingarinnar. Jafnvel þó að losunin hafi dregist saman í faraldrinum bætti mannkynið tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. 18. mars 2021 08:02 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Fordæmalaus samdráttur var í losun á ýmsum mengandi efnum eins og brennisteinsdíoxíði, nituroxíði, kolmónoxíði og ósoni þegar sóttvarnaaðgerðir takmörkuðu verulega bílaumferð og framleiðslu í heiminum. Í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að styrkur nituroxíðs dróst saman um hátt í 70% að meðaltali í heiminum og svonefndt PM2,5 svifryk um allt að 40% borið saman við tímabilið 2015 til 2019. Rannsóknin byggði á mælingum frá 540 mælistöðvum í og við 63 borgir í 25 löndum í öllum heimsálfum. Áætlað er að loftmengun valdi allt að 4,5 milljónum ótímabærum dauðsföllum á hverju ári, fyrrst og fremst svifryksmengun. Fjöldinn hefur nærri því tvöfaldast á undanförnum þrjátíu árum. Minna svifryk en meira óson Samdráttur varð þó ekki alls staðar og ekki í öllum mengandi efnum. Þannig var styrkur ósons nær óbreyttur eða jókst jafnvel aðeins sums staðar. Í Austur-Asíu og Suður-Ameríku jókst styrkur þess um fjórðung. Þó að ósónlagið í efri lögum lofthjúpsins verji menn og lífríki fyrir skaðlegum útfjólubláum geilsum sólar er efnið heilsuspillandi þegar menn anda því að sér á jörðu niðri. Ósón við yfirborð jarðar myndast við samspil sólargeisla, hita og útblásturs frá bílum. Styrkur brennisteinsmengunar var allt frá 25 til 60% lægri í fyrra en hann var fimm árin fyrir faraldurinn alls staðar í heiminum. Einnig dró úr styrk kolmónoxíðs. „Covid-19 reyndist vera óvænt tilraun í loftgæðum og það leiddi til tímabundinnar og staðbundinnar bætingar. Heimsfaraldur kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir viðvarandi og kerfisbundnar aðgerðir til að taka á þáttum sem hafa áhrif á lýðfræðilegar og loftlagsbreytingar og gæta þannig bæði heilsu fólks og plánetunnar,“ segir Petteri Taalas, forstjóri WMO um skýrsluna. Loftmengun er yfirleitt stað- og tímabundin. Oksana Tarasova, forstöðumaður loft- og umhverfisrannsókna WMO, segir að því hafi sóttvarnaaðgerðir aðeins skammtímaáhrif á styrk loftmengunar. „Um leið og bílarnir fara aftur út á göturnar versnar ástandið aftur,“ segir hún við AP-fréttastofuna. Himininn var gulur og appelsínugulur í San Francisco vegna reyks frá miklum gróðureldum sem geisuðu í Kaliforníu og víðar í vestanverðum Bandaríkjunum í lok síðasta sumars.Vísir/EPA Reykur frá gróðureldum olli kólnun á suðurhveli Fleiri þættir höfðu áhrif á loftgæði í fyrra en beinar athafnir manna. Miklir gróðureldar í Ástralíu, ollu þannig óvenjuháum styrk PM2,5 svifryks í janúar í fyrra og desember árið 2019. Reykurinn frá eldunum var svo mikill að hann olli tímabundinn kólnun á suðurhveli jarðar líkt og aska frá eldgosum getur gert með því að endurvarpa sólargeislum út í geim. Kröftugir gróðureldar í Síberíu og vestanverðum Bandaríkjunum losuðu einnig mikið magn kolefnis út í andrúmsloftið. Mökkurinn frá eldunum var greinilegur frá geiminum séð. Óvenjulítið var aftur á móti um gróðurelda í Kanada og Alaska á sama tíma. Áður hefur komið fram að fordæmalaus samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum vegna heimsfaraldursins í fyrra. Ólíkt loftmenguninni ræðst hnattræn hlýnun af uppsafnaðri losun manna frá upphafi iðnbyltingarinnar. Jafnvel þó að losunin hafi dregist saman í faraldrinum bætti mannkynið tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. 18. mars 2021 08:02 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00
Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. 18. mars 2021 08:02
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00