Flugfélögin ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um heimför skorti þá gögn Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2021 18:38 Farþegi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Íslendingar geta frá og með morgundeginum ferðast til útlanda án þess að eiga hættu á að festast þar skorti þá vottorð við heimför til Íslands. Nýjar leiðbeiningar Samgöngustofu skylda ekki flugfélög til að synja Íslendingum um heimför séu þeir ekki með öll gögn. Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira