Hafa hjálpað 33 að komast frá Afganistan til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2021 16:18 Einstaklingarnir 33 komu til landsins með flugi og lentu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm 33 einstaklingar hafa undanfarna daga notið aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins við að komast frá Afganistan hingað til lands. Íslensk stjórnvöld taka undir áskorun fjölmargra ríkja til nýrra valdahafa í Afganistan um að heimila fólki frjálsa för úr landi. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“ Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“
Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22