Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 30. ágúst 2021 07:31 Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 MeToo Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun