Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2021 12:34 Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Vísir/Einar Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“ Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21