Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar á Bolafjalli þar sem tilskilin leyfi eru ekki til staðar. Hafþór Gunnarsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira