Heilbrigði og húsnæði um allt land Drífa Snædal skrifar 27. ágúst 2021 16:00 Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar. Samtalið við fjölda fulltrúa, stjórnarmanna og trúnaðarmanna færðu mér heim sanninn um að þær áherslur sem ASÍ lagði upp með í vor í aðdraganda þingkosninganna væru réttar: Húsnæðismálin eru ekki bara einn stærsti áhrifavaldur varðandi öryggi og afkomu fólks, heldur stendur húsnæðisskortur atvinnulífinu fyrir þrifum víða um land. Þar sem tilfinnanlegur skortur er á húsnæði fæst ekki fólk til starfa. Húsnæðismálin eru og verða eitt stærsta viðfangsefnið og það er skýlaus krafa að nálgast þau með félagslegum hætti þannig að öllum sé tryggt gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Heilbrigðismálin voru líka ofarlega á baugi víða um land. Ekki bara öldrunarþjónustan og aðgengi að heilsugæslu, heldur einnig fæðingarþjónusta og langtíma meðferðir. Það er himinn og haf á milli þjónustu við dreifbýlið annars vegar og þéttbýlið hins vegar. Utan þéttbýlla svæða þarf fólk að nýta veikindadaga, orlof og á köflum launalaust leyfi til að dvelja langdvölum í Reykjavík eða á Akureyri til meðferðar og ef von er á barni. Þetta er bein kjaraskerðing við fólk eftir búsetu og bætist við þá fjölmörgu þætti sem þarf að endurskoða varðandi heilbrigðiskerfið okkar til að það þjóni öllum óháð efnahag eða búsetu. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu en það er ljóst að áhrif tæknibreytinga á einstaka byggðir hafa verið og verða verulegar. Það beinir sjónum að því hvernig hægt er að tryggja að framleiðniaukningin og fækkun starfsfólks sem verður með tæknibreytingum skili sér raunverulega inn í samfélög og í auknum lífsgæðum, í gegnum hærri laun eða styttri vinnutíma. Þar ber að nýta hugmyndafræði réttlátra umskipta. Takk kærlega fyrir frábærar móttökur kæru félagar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar. Samtalið við fjölda fulltrúa, stjórnarmanna og trúnaðarmanna færðu mér heim sanninn um að þær áherslur sem ASÍ lagði upp með í vor í aðdraganda þingkosninganna væru réttar: Húsnæðismálin eru ekki bara einn stærsti áhrifavaldur varðandi öryggi og afkomu fólks, heldur stendur húsnæðisskortur atvinnulífinu fyrir þrifum víða um land. Þar sem tilfinnanlegur skortur er á húsnæði fæst ekki fólk til starfa. Húsnæðismálin eru og verða eitt stærsta viðfangsefnið og það er skýlaus krafa að nálgast þau með félagslegum hætti þannig að öllum sé tryggt gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Heilbrigðismálin voru líka ofarlega á baugi víða um land. Ekki bara öldrunarþjónustan og aðgengi að heilsugæslu, heldur einnig fæðingarþjónusta og langtíma meðferðir. Það er himinn og haf á milli þjónustu við dreifbýlið annars vegar og þéttbýlið hins vegar. Utan þéttbýlla svæða þarf fólk að nýta veikindadaga, orlof og á köflum launalaust leyfi til að dvelja langdvölum í Reykjavík eða á Akureyri til meðferðar og ef von er á barni. Þetta er bein kjaraskerðing við fólk eftir búsetu og bætist við þá fjölmörgu þætti sem þarf að endurskoða varðandi heilbrigðiskerfið okkar til að það þjóni öllum óháð efnahag eða búsetu. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu en það er ljóst að áhrif tæknibreytinga á einstaka byggðir hafa verið og verða verulegar. Það beinir sjónum að því hvernig hægt er að tryggja að framleiðniaukningin og fækkun starfsfólks sem verður með tæknibreytingum skili sér raunverulega inn í samfélög og í auknum lífsgæðum, í gegnum hærri laun eða styttri vinnutíma. Þar ber að nýta hugmyndafræði réttlátra umskipta. Takk kærlega fyrir frábærar móttökur kæru félagar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar