Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 11:26 Veðrið hefur leikið við Akureyringa og gesti bæjarins stærstan hluta sumars. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar.
Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43
Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07