Covid-sjúklingum fækkar um sex milli daga Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 16:11 Á sunnudag voru 24 sjúklingar með Covid-19 á spítalanum. vísir/vilhelm Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19 en þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Hefur sjúklingum fækkað um sex síðastliðinn sólarhring og var einn fluttur af gjörgæslu. Sex af tólf einstaklingum á bráðalegudeildum spítalans eru óbólusettir og er meðalaldur innlagðra 59 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en alls hafa 88 sjúklingar lagst inn á Landspítala með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur þeirra er óbólusettur og hafa fimmtán þurft gjörgæslustuðning. Nú eru 947 sjúklingar, þar af 227 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans. Þrír sjúklingar eru metnir rauðir og gætu þurft innlögn á næstunni. 32 einstaklingar eru í gulum flokki og þurfa nánara eftirlit. Ástandið að batna á spítalanum Sjúklingur á sjötugsaldri með Covid-19 lést á Landspítala á síðasta sólarhring. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ástandið á spítalanum með tilliti til veirunnar fari batnandi. „Heilt yfir hefur staðan skánað undanfarna viku. Sjúklingum sem liggja inni hefur fækkað. Það eru enn þá einstaklingar á öndunarvél en þeim sem eru inni hefur fækkað,“ sagði Runólfur. Í gær greindust 103 einstaklingar með Covid-19 innanlands en þeir voru 84 í fyrradag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Birtir til á Landspítalanum hvað varðar Covid-19 Sjúklingur á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 veikinda á Landspítalanum síðastliðna nótt og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi af völdum Covid frá upphafi faraldursins. 26. ágúst 2021 15:32 103 greindust innanlands í gær 103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar. 26. ágúst 2021 10:50 Andlát vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 10:50 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sex af tólf einstaklingum á bráðalegudeildum spítalans eru óbólusettir og er meðalaldur innlagðra 59 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en alls hafa 88 sjúklingar lagst inn á Landspítala með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur þeirra er óbólusettur og hafa fimmtán þurft gjörgæslustuðning. Nú eru 947 sjúklingar, þar af 227 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans. Þrír sjúklingar eru metnir rauðir og gætu þurft innlögn á næstunni. 32 einstaklingar eru í gulum flokki og þurfa nánara eftirlit. Ástandið að batna á spítalanum Sjúklingur á sjötugsaldri með Covid-19 lést á Landspítala á síðasta sólarhring. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ástandið á spítalanum með tilliti til veirunnar fari batnandi. „Heilt yfir hefur staðan skánað undanfarna viku. Sjúklingum sem liggja inni hefur fækkað. Það eru enn þá einstaklingar á öndunarvél en þeim sem eru inni hefur fækkað,“ sagði Runólfur. Í gær greindust 103 einstaklingar með Covid-19 innanlands en þeir voru 84 í fyrradag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Birtir til á Landspítalanum hvað varðar Covid-19 Sjúklingur á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 veikinda á Landspítalanum síðastliðna nótt og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi af völdum Covid frá upphafi faraldursins. 26. ágúst 2021 15:32 103 greindust innanlands í gær 103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar. 26. ágúst 2021 10:50 Andlát vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 10:50 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Birtir til á Landspítalanum hvað varðar Covid-19 Sjúklingur á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 veikinda á Landspítalanum síðastliðna nótt og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi af völdum Covid frá upphafi faraldursins. 26. ágúst 2021 15:32
103 greindust innanlands í gær 103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar. 26. ágúst 2021 10:50
Andlát vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2021 10:50