CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 10:31 Fjallað var um Ísland og kórónuveirufaraldurinn í þætti Anderson Coopers á CNN á dögunum. Getty/ Joe Raedle Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira