CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 10:31 Fjallað var um Ísland og kórónuveirufaraldurinn í þætti Anderson Coopers á CNN á dögunum. Getty/ Joe Raedle Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira