Hyggst leiða saman annars konar ríkisstjórn en nú situr Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2021 11:20 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í nýútkominni kosningastefnu sinni er hækkun barnabóta upp í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalfjölskyldu og ný stjórnarskrá. Þá ætlar flokkurinn sér að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30