„Átti erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 12:01 Brynjar Gauti Guðjónsson tekur því rólega á næstunni eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Fylki í gær. vísir/bára Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, þurfti að fara af velli í 2-0 sigri Garðabæjarliðsins á Fylki í Pepsi Max-deild karla í gær vegna heilahristings. Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira