Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2021 20:35 Birkir Hlynsson, aðstoðaþjálfari ÍBV, stýrði liðinu í fjarveru Ian Jeffs. Vísir/Elín Björg Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu. „Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15