Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna. Röð hafði myndast fyrir utan Laugardalshöll upp úr klukkan níu í morgun og þegar dyrnar voru opnaðar klukkan tíu streymdu inn börn úr fyrsta boðaða hópnum, eða fimmtán ára gömul, í fylgd foreldra eða forráðamanna. Seinni partinn í dag verða fjórtán ára börn bólusett, en á morgun tólf og þrettán ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðins, segir um þrjú þúsund börn í hverjum árangi á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur ómögulegt að segja til um mætingu, lítið hafi þó verið um símtöl frá áhyggjufullum foreldrum eða börnum hjá heilsugæslunni. „Það er eiginlega meira um símtöl frá foreldrum sem vilja koma börnunum sínum í bólusetningu og vilja koma þeim fyrr af því tímasetningin hentar ekki. Þannig við höfum verið að reyna að mæta því,“ segir Ragnheiður. Á efri hæð Laugardalshallar hafa verið settir upp básar þar börn sem eru kvíðin vegna sprautunnar verða bólusett í næði. Sjúkrarúmum hefur einnig verið fjölgað þar sem reynslan sýnir að yngra fólki er hættara við yfirliði í bólusetningunni. „Eins og þegar við vorum að bólusetja 2004 og 2005 áranginn, þá var töluvet af yfirliðum. Þannig við erum alveg að búast við því með þessa árganga líka. E neþss vegna er so gott að hafa foreldrarna með. Þau geta gripið til svo enginn detti og meiði sig.“ Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið. Ragnheiður segist ekki hafa heyrt af boðuðum mótmælum í dag. Vísir/Vilhelm „Enda ég býst ekki við að mótmælendur velji sér þennan stað til þess að hrella börnin, ég held að þau hljóti að velja sér einhvern annan stað.“ Lögreglan sé þó til taks í Laugardalshöll ef til þess kemur. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna í dag, þar á meðal Marí Bergmann Guðjónsdóttir sem hefur starfað sem slíkur í þrettán ár og er öllu von við bólusetningar barna. Hún býst við að dagurinn gangi vel. „Það er mikilvægt að börnin séu búin að fá sér að borða og drekka áður en þau koma. En þau eru ótrúlega dugleg, og þau sem vilja þetta þetta mun ganga mjög vel,“ segir María Bergmann Guðjónsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Röð hafði myndast fyrir utan Laugardalshöll upp úr klukkan níu í morgun og þegar dyrnar voru opnaðar klukkan tíu streymdu inn börn úr fyrsta boðaða hópnum, eða fimmtán ára gömul, í fylgd foreldra eða forráðamanna. Seinni partinn í dag verða fjórtán ára börn bólusett, en á morgun tólf og þrettán ára. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðins, segir um þrjú þúsund börn í hverjum árangi á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur ómögulegt að segja til um mætingu, lítið hafi þó verið um símtöl frá áhyggjufullum foreldrum eða börnum hjá heilsugæslunni. „Það er eiginlega meira um símtöl frá foreldrum sem vilja koma börnunum sínum í bólusetningu og vilja koma þeim fyrr af því tímasetningin hentar ekki. Þannig við höfum verið að reyna að mæta því,“ segir Ragnheiður. Á efri hæð Laugardalshallar hafa verið settir upp básar þar börn sem eru kvíðin vegna sprautunnar verða bólusett í næði. Sjúkrarúmum hefur einnig verið fjölgað þar sem reynslan sýnir að yngra fólki er hættara við yfirliði í bólusetningunni. „Eins og þegar við vorum að bólusetja 2004 og 2005 áranginn, þá var töluvet af yfirliðum. Þannig við erum alveg að búast við því með þessa árganga líka. E neþss vegna er so gott að hafa foreldrarna með. Þau geta gripið til svo enginn detti og meiði sig.“ Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið. Ragnheiður segist ekki hafa heyrt af boðuðum mótmælum í dag. Vísir/Vilhelm „Enda ég býst ekki við að mótmælendur velji sér þennan stað til þess að hrella börnin, ég held að þau hljóti að velja sér einhvern annan stað.“ Lögreglan sé þó til taks í Laugardalshöll ef til þess kemur. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna í dag, þar á meðal Marí Bergmann Guðjónsdóttir sem hefur starfað sem slíkur í þrettán ár og er öllu von við bólusetningar barna. Hún býst við að dagurinn gangi vel. „Það er mikilvægt að börnin séu búin að fá sér að borða og drekka áður en þau koma. En þau eru ótrúlega dugleg, og þau sem vilja þetta þetta mun ganga mjög vel,“ segir María Bergmann Guðjónsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira