Leikmaður Bayern sendi „hugrakkasta íþróttaliði heims“ hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 14:30 Alphonso Davies varði fyrstu árum ævinnar í flóttamannabúðum. Hann heldur svo sannarlega með þeim Ibrahim Al Hussein, Shahrad Nasajpour og Alia Issa, sem sjá má á myndinni til vinstri ásamt starfsmanni flóttamannaliðsins, á leikunum í Tókýó. Getty/Christopher Jue og Tom Weller Knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur sent liði flóttamanna hvatningarbréf fyrir keppni þess á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hann segir um að ræða hugrakkasta íþróttalið heims. Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan. Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan.
Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira