Allt of fáir að leita sér hjálpar vegna þunglyndis Fanney Björk Guðmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:00 Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun