Tekjur Íslendinga: Skattadrottning seinasta árs er stærðfræðikennari Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 16:16 Stundin birtir áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann, var skattadrottning Íslands í fyrra. Inga hagnaðist, ásamt eiginmanni sínum Berki Arnviðarssyni, um tæpa tvo milljarða króna á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec. Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr. Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr.
Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24
Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01