Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2021 10:46 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur sent frá sér annan pistil og segir KSÍ senda kaldar kveðjur til þolenda ofbeldis. „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hanna Björg sendi í síðustu viku frá sér grein þar sem hún gagnrýndi KSÍ fyrir að bregðast ekki við frásögn konu sem sagði frá hópnauðgun íslenskra landsliðsmanna í fótbolta, sem konan varð fyrir árið 2010. Hanna fullyrti í þeirri grein að fleiri frásagnir væru um landsliðsmenn sem sagðir væru beita konur ofbeldi, bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi, en þeim væri samt hampað og þöggunin væri alger. Á því bæri Knattspyrnusamband Íslands ábyrgð. Hvatti hún KSÍ til að taka skýra afstöðu með þolendum. KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem sagði meðal annars að sambandið gæti ekki tjáð sig um „einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ „Hversu kaldar geta kveðjurnar verið til þolenda?“ spyr Hanna Björg í grein sem birtist á Vísi í dag, og beinir orðum sínum til Guðna Bergssonar, formanns KSÍ: „Í yfirlýsingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra [innsk.: þolenda]. Ekki snefill af samkennd eða skilningi. Skeytingarleysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram. Frá því að greinin mín um KSÍ og kvenfyrirlitningu birtist sl. föstudag hefur rignt yfir mig skilaboðum og símtölum. Öll á einn veg; stuðningur, hvatning og staðfestingar um ofbeldi af því tagi sem er tíundað í greininni. Eina undantekningin var aðili sem hafði áhyggjur af því að allt landsliðið lægi undir grun. Þar er þó hvorki við mig né þolendur að sakast heldur KSÍ sem þegir og gerendur sem hafa fengið tækifæri til að stíga fram og axla ábyrgð, en ekki gert,“ segir Hanna Björg. Hún spyr svo hvort að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að sætta sig við afstöðu og aðgerðaleysi KSÍ: „Hér vísa ég í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Hvað segir ráðherra íþróttamála?“ Hanna Björg og Öfgar hvetja KSÍ til að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Næstu leikir landsliðsins eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar liðið mætir Rúmeníu 2. október og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Allir leikirnir verða á Laugardalsvelli. „KSÍ þarf að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Ef KSÍ ætlar að halda því fram að það sé ekki hægt, má benda á leið Borgarleikhússins í sambærilegum aðstæðum. Þar var staðið með þolendum. Annað hvort stendur KSÍ með þolendum eða ekki. Sýndarjafnrétti dugar ekki. Ef samfélagið lætur þessi viðbrögð KSI óátalin þá er erum við ekki tilbúin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi gegn konum og öðrum kynjum. Misréttið, ofbeldið og kúgunin heldur áfram,“ skrifar Hanna Björg. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Hanna Björg sendi í síðustu viku frá sér grein þar sem hún gagnrýndi KSÍ fyrir að bregðast ekki við frásögn konu sem sagði frá hópnauðgun íslenskra landsliðsmanna í fótbolta, sem konan varð fyrir árið 2010. Hanna fullyrti í þeirri grein að fleiri frásagnir væru um landsliðsmenn sem sagðir væru beita konur ofbeldi, bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi, en þeim væri samt hampað og þöggunin væri alger. Á því bæri Knattspyrnusamband Íslands ábyrgð. Hvatti hún KSÍ til að taka skýra afstöðu með þolendum. KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem sagði meðal annars að sambandið gæti ekki tjáð sig um „einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ „Hversu kaldar geta kveðjurnar verið til þolenda?“ spyr Hanna Björg í grein sem birtist á Vísi í dag, og beinir orðum sínum til Guðna Bergssonar, formanns KSÍ: „Í yfirlýsingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra [innsk.: þolenda]. Ekki snefill af samkennd eða skilningi. Skeytingarleysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram. Frá því að greinin mín um KSÍ og kvenfyrirlitningu birtist sl. föstudag hefur rignt yfir mig skilaboðum og símtölum. Öll á einn veg; stuðningur, hvatning og staðfestingar um ofbeldi af því tagi sem er tíundað í greininni. Eina undantekningin var aðili sem hafði áhyggjur af því að allt landsliðið lægi undir grun. Þar er þó hvorki við mig né þolendur að sakast heldur KSÍ sem þegir og gerendur sem hafa fengið tækifæri til að stíga fram og axla ábyrgð, en ekki gert,“ segir Hanna Björg. Hún spyr svo hvort að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að sætta sig við afstöðu og aðgerðaleysi KSÍ: „Hér vísa ég í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Hvað segir ráðherra íþróttamála?“ Hanna Björg og Öfgar hvetja KSÍ til að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Næstu leikir landsliðsins eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar liðið mætir Rúmeníu 2. október og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Allir leikirnir verða á Laugardalsvelli. „KSÍ þarf að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Ef KSÍ ætlar að halda því fram að það sé ekki hægt, má benda á leið Borgarleikhússins í sambærilegum aðstæðum. Þar var staðið með þolendum. Annað hvort stendur KSÍ með þolendum eða ekki. Sýndarjafnrétti dugar ekki. Ef samfélagið lætur þessi viðbrögð KSI óátalin þá er erum við ekki tilbúin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi gegn konum og öðrum kynjum. Misréttið, ofbeldið og kúgunin heldur áfram,“ skrifar Hanna Björg.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira