Koma mörgum á óvart með því hvaða leikmaður fær tíuna hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:30 Philippe Coutinho hefur ekki fundið sig hjá Barcelona en gæti mögulega notið sín betur án Messi. EPA-EFE/Andreu Dalmau Það lítur út fyrir að það sé komin ný tía í lið Barcelona því spænska félagið hefur ákveðið að leyfa leikmanni að spila í treyjunni sem Lionel Messi hafði spilað svo lengi í. Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira