Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 14:34 Kira Jarmysh, talskona Alexeis Navalní, verður undir ströngu eftirliti næstu misserin. Vísir/EPA Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. Jarmysh er bannað að yfirgefa heimili sitt yfir nótt, taka þátt í samkomum og að skipta um heimilisfang án þess að gera fangelsisyfirvöldum viðvart, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún á að hafa brotið sóttvarnareglur stjórnvalda með því að taka þátt í því sem yfirvöld telja ólögleg mótmæli til stuðnings Navalní í vetur. Navalní situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að hafa rofið skilorð eldri dóms sem hann hlaut. Fleiri bandamenn Navalní hafa verið ákærðir fyrir samskonar brot og Jarmysh. Ljúbov Sobol, náinn ráðgjafi hans, er talin hafa yfirgefið Rússland fyrr í þessum mánuði. Jarmysh segir að málið gegn sér eigi sér pólitískar rætur. Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram gegn stjórnarandstöðunni í landinu og frjálsum fjölmiðlum undanfarna mánuði í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í haust. Samtök Navalní voru lýst ólöleg öfgasamtök fyrr í sumar sem þýðir að margir bandamenn hans eru ekki kjörgengir í kosningunum. Navalní var talinn hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt, sem hann segir að hafi einnig átt sér pólitískar rætur, þegar hann dvaldi í Þýskalandi í fimm mánuði þar sem hann náði sér eftir taugaeiturtilræði í ágúst í fyrra. Stjórn Pútín hefur verið sökuð um að standa að tilræðinu en hún hefur svarið þær sakir af sér. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Jarmysh er bannað að yfirgefa heimili sitt yfir nótt, taka þátt í samkomum og að skipta um heimilisfang án þess að gera fangelsisyfirvöldum viðvart, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún á að hafa brotið sóttvarnareglur stjórnvalda með því að taka þátt í því sem yfirvöld telja ólögleg mótmæli til stuðnings Navalní í vetur. Navalní situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að hafa rofið skilorð eldri dóms sem hann hlaut. Fleiri bandamenn Navalní hafa verið ákærðir fyrir samskonar brot og Jarmysh. Ljúbov Sobol, náinn ráðgjafi hans, er talin hafa yfirgefið Rússland fyrr í þessum mánuði. Jarmysh segir að málið gegn sér eigi sér pólitískar rætur. Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram gegn stjórnarandstöðunni í landinu og frjálsum fjölmiðlum undanfarna mánuði í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í haust. Samtök Navalní voru lýst ólöleg öfgasamtök fyrr í sumar sem þýðir að margir bandamenn hans eru ekki kjörgengir í kosningunum. Navalní var talinn hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt, sem hann segir að hafi einnig átt sér pólitískar rætur, þegar hann dvaldi í Þýskalandi í fimm mánuði þar sem hann náði sér eftir taugaeiturtilræði í ágúst í fyrra. Stjórn Pútín hefur verið sökuð um að standa að tilræðinu en hún hefur svarið þær sakir af sér.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53
Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36
Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34