Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 13:07 Losun á gróðurhúsalofttegundum þegar kol eru brennd er mun meiri en við olíu- eða gasbruna. Vísir/EPA Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 en Kína er nú stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heiminum. Þau ætla sér ekki að byrja að draga úr kolabruna fyrr en árið 2026. Þrátt fyrir það eru framkvæmdir þegar hafnar við kolaorkuver sem eiga að framleiða fimmtán gígavött af raforku á fyrri helmingi þessa árs samkvæmt rannsókn tveggja hugveita: Global Energy Monitor í Bandaríkjunum og Centre for Research on Energy and Clean Air (CREA) í Finnlandi. Þetta jafngildir því að eitt nýtt kolaorkuver sé reist í hverri viku og dugir orkan til þess að uppfylla þarfir um það bil 4,5 milljóna heimila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að tæplega þriðjungur allrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sé vegna bruna á kolum til raforkuframleiðslu, fyrst og fremst í löndum Asíu. Þróunin áhyggjuefni Losun Kínverja hefur aukist mikið frá því að sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru sem strangastar í fyrra. Aðeins hefur hægt á vextinu á öðrum fjórðungi þessa árs samkvæmt rannsókn hugveitanna. Lauri Myllivirta, aðalgreinandi CREA, segir áframhaldandi fjárfestingar Kínverja í kolaorku og stálframleiðslu sem veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda áhyggjuefni. „Hér verða mun hraðari breytingar að eiga sér stað og núverandi löturhraði breytinga samræmist ekki nauðsyn þess að losun á heimsvísu nái hámarki sínu,“ sagði hann. Varað var við því að jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax næði hnattræn hlýnun líklega 1,5°C borið saman við tímabilið 1850-1900 strax á næsta áratug í nýrri skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld. Erfitt að ná núverandi markmiði Skýrslan er afdráttarlaus um að vaxandi hlýnun fylgi auknar veðuröfgar og aftakaatburðir eins og heitari hitabylgju, ákafari úrkoma, þurrkar og flóð. Mannskaði varð í fordæmalausum flóðum í miðhluta Kína í sumar í úrkomu sem var talin sú mesta þar í þúsund ár. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um skýrsluna. Xie Zhenhua, sendifulltrúi þeirrra í loftslagsmálum, sagði í síðustu viku að núverandi markmið Kína krefðust nú þegar grettistaks. Stefnt er að því að losun Kína nái hámarki árið 2030 og hún yrði þá lægri en í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu að höfðatölu. Til þess að menn geti átt möguleika á að halda hlýnun innan 1,5-2°C þyrftu ríki heims að auka verulega metnað í loftslagsaðgerðum sínum strax. Hlýnun jarðar gæti náð hátt í 2°C á síðustu áratugum aldarinnar ef dregið verður hægt úr losun og kolefnishlutleysi næst ekki á þessari öld samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Kína Loftslagsmál Orkumál Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 en Kína er nú stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heiminum. Þau ætla sér ekki að byrja að draga úr kolabruna fyrr en árið 2026. Þrátt fyrir það eru framkvæmdir þegar hafnar við kolaorkuver sem eiga að framleiða fimmtán gígavött af raforku á fyrri helmingi þessa árs samkvæmt rannsókn tveggja hugveita: Global Energy Monitor í Bandaríkjunum og Centre for Research on Energy and Clean Air (CREA) í Finnlandi. Þetta jafngildir því að eitt nýtt kolaorkuver sé reist í hverri viku og dugir orkan til þess að uppfylla þarfir um það bil 4,5 milljóna heimila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að tæplega þriðjungur allrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sé vegna bruna á kolum til raforkuframleiðslu, fyrst og fremst í löndum Asíu. Þróunin áhyggjuefni Losun Kínverja hefur aukist mikið frá því að sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru sem strangastar í fyrra. Aðeins hefur hægt á vextinu á öðrum fjórðungi þessa árs samkvæmt rannsókn hugveitanna. Lauri Myllivirta, aðalgreinandi CREA, segir áframhaldandi fjárfestingar Kínverja í kolaorku og stálframleiðslu sem veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda áhyggjuefni. „Hér verða mun hraðari breytingar að eiga sér stað og núverandi löturhraði breytinga samræmist ekki nauðsyn þess að losun á heimsvísu nái hámarki sínu,“ sagði hann. Varað var við því að jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax næði hnattræn hlýnun líklega 1,5°C borið saman við tímabilið 1850-1900 strax á næsta áratug í nýrri skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld. Erfitt að ná núverandi markmiði Skýrslan er afdráttarlaus um að vaxandi hlýnun fylgi auknar veðuröfgar og aftakaatburðir eins og heitari hitabylgju, ákafari úrkoma, þurrkar og flóð. Mannskaði varð í fordæmalausum flóðum í miðhluta Kína í sumar í úrkomu sem var talin sú mesta þar í þúsund ár. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um skýrsluna. Xie Zhenhua, sendifulltrúi þeirrra í loftslagsmálum, sagði í síðustu viku að núverandi markmið Kína krefðust nú þegar grettistaks. Stefnt er að því að losun Kína nái hámarki árið 2030 og hún yrði þá lægri en í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu að höfðatölu. Til þess að menn geti átt möguleika á að halda hlýnun innan 1,5-2°C þyrftu ríki heims að auka verulega metnað í loftslagsaðgerðum sínum strax. Hlýnun jarðar gæti náð hátt í 2°C á síðustu áratugum aldarinnar ef dregið verður hægt úr losun og kolefnishlutleysi næst ekki á þessari öld samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna.
Kína Loftslagsmál Orkumál Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00
Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55