Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Harry Kane hefur verið að hugsa um Manchester City í allt sumar. EPA-EFE/John Sibley Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00
Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30