Hefðu átt að fjölga gjörgæslurýmum í fyrstu bylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 10:14 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir. Heibrigðisyfirvöld hefðu átt að nýta meðbyr í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins til þess að fjölga gjörgæslurýmum sem eru of fá á Landspítalanum, að mati Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurðlæknis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira