Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 12:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Júlíus Sigurjónsson Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. „Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira