Íslendingar erlendis hafi samband við sendiráð áður en gengið er til atkvæðagreiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, hvetur Íslendinga erlendis til að hafa samband við sendiráð eða kjörræðismenn sína áður en þeir hyggjast greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum í dag og í sendiráðum Íslands erlendis. Boðað var formlega til Alþingiskosninga í gær sem fara fram þann 25. september. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“ Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“
Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07
Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13