Telur grímuskylduna komna til að vera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera. Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33
Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23
Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49