Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, lítur björtum augum á örvunarbólusetningar eldri borgara sem hefjast í næstu viku. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira