Ekki ástæða til að herða aðgerðir á meðan flestir eru með væg einkenni Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. ágúst 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari innanlandsaðgerða á meðan faraldurinn valdi mestmegnis tiltölulega vægum einkennum hjá bólusettu fólki. Hann telur þó óráðlegt að slaka á aðgerðum eins og staðan er núna. Um hundrað greindust innanlands í gær með Covid-19 og 25 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og fjölgaði um einn frá því í gær en tveir þeirra eru í öndunarvél. Ríkisstjórnin ræddi framhald innanlandsaðgerða á árlegum sumarfundi sínum í Grindavík í dag. Ráðherrar vildu ekki veita viðtal að fundi loknum en hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. „Við erum á svipuðu róli og getum kannski vonast til að þetta sé aðeins að þokast niður en það verður að koma í ljós næstu dagana,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fjölgun smitaðra. Faraldurinn sé nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Boltinn hjá ríkisstjórninni Þórólfur hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða en í því er ekki að finna beinar tillögur. Hann segir það nú ríkisstjórnarinnar að taka mið af ólíkum hagsmunum í samfélaginu og ákveða hvernig aðgerðum verður háttað eftir að núgildandi reglugerð rennur út þann 13. ágúst. „Í þessu minnisblaði sem ég lagði fram var að ég var að lýsa áhættumatinu, hvert faraldurinn stefndi og að hann gæti verið að stefna í þá átt að það þyrfti að grípa til harðari takmarkana. Ég vildi setja það í hendurnar á stjórnvöldum að meta það út frá öðrum hagsmunum hvort að það þyrfti að gera það eða ekki og það er það sem stjórnvöld hafa verið að gera,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Mér sýnist nú kannski ekki vera mikið rúm eins og staðan er núna til að slaka á en ég vil ekki tjá mig um minnisblaðið að öðru leyti.“ Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 og eru tveir þeirra í öndunarvél.Vísir/Vilhelm Fylgist vel með stöðunni á Landspítala Þórólfur segist einna helst horfa til stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef faraldurinn reynist spítölunum ofviða þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Mér finnst kannski ekki ástæða til að grípa inn í ef við erum bara að sjá mikið af tiltölulega vægum einkennum hjá aðallega bólusettu fólki. Við vitum að bóluefnin koma í veg fyrir alvarleg veikindi og þess vegna þurfum við aðeins að hugsa þetta öðruvísi núna með svona vel bólusetta þjóð. Staðan er öðruvísi og þess vegna hef ég sagt að það er stjórnvalda núna að ákveða til hversu harðra aðgerða þarf að grípa,“ segir Þórólfur. Hann muni þó koma með tillögur að harðari aðgerðum ef honum finnist faraldurinn stefna í öfuga átt eða fái þau skilaboð frá forsvarsmönnum spítalana að þau ráði ekki lengur við stöðuna. „En fram að því þarf ég að halda að mér höndum, ég get ekki komið með tillögur um harðari aðgerðir spítalans vegna ef spítalinn telur að ekki sé alveg þörf á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Um hundrað greindust innanlands í gær með Covid-19 og 25 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og fjölgaði um einn frá því í gær en tveir þeirra eru í öndunarvél. Ríkisstjórnin ræddi framhald innanlandsaðgerða á árlegum sumarfundi sínum í Grindavík í dag. Ráðherrar vildu ekki veita viðtal að fundi loknum en hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. „Við erum á svipuðu róli og getum kannski vonast til að þetta sé aðeins að þokast niður en það verður að koma í ljós næstu dagana,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fjölgun smitaðra. Faraldurinn sé nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Boltinn hjá ríkisstjórninni Þórólfur hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða en í því er ekki að finna beinar tillögur. Hann segir það nú ríkisstjórnarinnar að taka mið af ólíkum hagsmunum í samfélaginu og ákveða hvernig aðgerðum verður háttað eftir að núgildandi reglugerð rennur út þann 13. ágúst. „Í þessu minnisblaði sem ég lagði fram var að ég var að lýsa áhættumatinu, hvert faraldurinn stefndi og að hann gæti verið að stefna í þá átt að það þyrfti að grípa til harðari takmarkana. Ég vildi setja það í hendurnar á stjórnvöldum að meta það út frá öðrum hagsmunum hvort að það þyrfti að gera það eða ekki og það er það sem stjórnvöld hafa verið að gera,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Mér sýnist nú kannski ekki vera mikið rúm eins og staðan er núna til að slaka á en ég vil ekki tjá mig um minnisblaðið að öðru leyti.“ Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 og eru tveir þeirra í öndunarvél.Vísir/Vilhelm Fylgist vel með stöðunni á Landspítala Þórólfur segist einna helst horfa til stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef faraldurinn reynist spítölunum ofviða þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Mér finnst kannski ekki ástæða til að grípa inn í ef við erum bara að sjá mikið af tiltölulega vægum einkennum hjá aðallega bólusettu fólki. Við vitum að bóluefnin koma í veg fyrir alvarleg veikindi og þess vegna þurfum við aðeins að hugsa þetta öðruvísi núna með svona vel bólusetta þjóð. Staðan er öðruvísi og þess vegna hef ég sagt að það er stjórnvalda núna að ákveða til hversu harðra aðgerða þarf að grípa,“ segir Þórólfur. Hann muni þó koma með tillögur að harðari aðgerðum ef honum finnist faraldurinn stefna í öfuga átt eða fái þau skilaboð frá forsvarsmönnum spítalana að þau ráði ekki lengur við stöðuna. „En fram að því þarf ég að halda að mér höndum, ég get ekki komið með tillögur um harðari aðgerðir spítalans vegna ef spítalinn telur að ekki sé alveg þörf á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04