Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 16:26 Joe Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm í Fort Worth í Texas. Netflix Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26
Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07
Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30