„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/Vilhelm Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. Dregin er upp dökk mynd af alvarlegum loftslagsbreytingum sem nú þegar eiga sér stað á jörðinni vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í nýrri skýrslu sérfræðingahóps Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Öfgar í veðurfari, eins og hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum hafa aukist og munu halda áfram að aukast takist ekki að halda hlýnun jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Nú eru taldar helmingslíkur á hlýnunin nái því snemma á næsta áratug. Guðmundur Ingi Guðbransson, umhverfisráðherra, segir skýrsluna grafalvarlega. „Ég tek undir ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að fundurinn í Glasgow skili árangi. Því ef við horfum á þetta núna að þá eru núverandi markmið sem ríki hafa sett sér með þeim hætti að við náum ekki þessum heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið og þess vegna verðum við að stíga stærri skref og hlaupa hraðar,“ segir Guðmundur Ingi. Grænlandsjökull. Bráðnun íss á landi er nú það sem hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Í skýrslunni er spáð meiri hækkun sjávarmáls á þessari öld en þeirri síðustu.Vísir/AFP Á aðildarríkjafundi Loftslagssamningsins í Glasgow í nóbember (COP26) verður farið yfir markmið ríkja tengd Parísarsamkomulaginu. „Vissulega finnst manni hlutir í alþjóðasamfélaginu oft gerast of hægt en ég held að við séum komin á þann punkt núna í loftslagsumræðunni að það er ekkert annað í boði en að stíga stærri skref og það er verkefnið fram undan. Það þýðir ekkert að gefast upp vegna þess að við getum enn komið loftslaginu og jörðinni til bjargar. Það eru alveg skýr skilaboð í þessari skýrslu líka,“ segir Guðmundur. Skýrslan er sögð vera „rauð aðvörun“ til mannkynsins og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er nánast í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun manna á gróðurhúsaloftegundum. Draga þurfi verulega úr henni eigi að koma í veg fyrir að hlýnunin verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins. „Það er lang stærsta verkefnið; hvort sem við horfum til brennslu á jarðefnaeldsneyti, kolum, oíu eða gasi. Eða að draga úr losun frá landnýtingu, þar sem hún er ósjálfbær. En það mun líka þurfa að koma til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þar sem við lögum samfélagið okkar að því að það eru að verða breytingar. En tíminn er að renna út og við hreinlega skuldum sjálfum okkur og framtíðarkynslóðum að koma í veg fyrir að þessar alvarlegu afleiðingar loftslagsbreytinga verði meira afgerandi,“ segir Guðmundur Ingi. Samband hlýnunar og uppsafnaðrar losunar.IPCC Hann gerir ráð fyrir að loftslagsmálin verði eitt stóru mála komandi kosninga. „Að mínu mati hafði ríkt of mikill pólitískur doði í lofslagsmálum í of langan tíma þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við. Á stefnuskrána var sett kolefnishlutleysi árið 2040, 40% samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda, sem nú er búið að auka upp í 55%. Það eru skref sem við höfum tekið á þessu kjörtímabili með nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við höfum stigið skref sem skipta miklu máli en að sama skapi finnst mér þessi skýrsla sýna að á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra og þurfum að stíga stærri skref.“ Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Dregin er upp dökk mynd af alvarlegum loftslagsbreytingum sem nú þegar eiga sér stað á jörðinni vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í nýrri skýrslu sérfræðingahóps Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Öfgar í veðurfari, eins og hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum hafa aukist og munu halda áfram að aukast takist ekki að halda hlýnun jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Nú eru taldar helmingslíkur á hlýnunin nái því snemma á næsta áratug. Guðmundur Ingi Guðbransson, umhverfisráðherra, segir skýrsluna grafalvarlega. „Ég tek undir ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að fundurinn í Glasgow skili árangi. Því ef við horfum á þetta núna að þá eru núverandi markmið sem ríki hafa sett sér með þeim hætti að við náum ekki þessum heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið og þess vegna verðum við að stíga stærri skref og hlaupa hraðar,“ segir Guðmundur Ingi. Grænlandsjökull. Bráðnun íss á landi er nú það sem hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Í skýrslunni er spáð meiri hækkun sjávarmáls á þessari öld en þeirri síðustu.Vísir/AFP Á aðildarríkjafundi Loftslagssamningsins í Glasgow í nóbember (COP26) verður farið yfir markmið ríkja tengd Parísarsamkomulaginu. „Vissulega finnst manni hlutir í alþjóðasamfélaginu oft gerast of hægt en ég held að við séum komin á þann punkt núna í loftslagsumræðunni að það er ekkert annað í boði en að stíga stærri skref og það er verkefnið fram undan. Það þýðir ekkert að gefast upp vegna þess að við getum enn komið loftslaginu og jörðinni til bjargar. Það eru alveg skýr skilaboð í þessari skýrslu líka,“ segir Guðmundur. Skýrslan er sögð vera „rauð aðvörun“ til mannkynsins og í henni kemur skýrt fram að hlýnun jarðar er nánast í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun manna á gróðurhúsaloftegundum. Draga þurfi verulega úr henni eigi að koma í veg fyrir að hlýnunin verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins. „Það er lang stærsta verkefnið; hvort sem við horfum til brennslu á jarðefnaeldsneyti, kolum, oíu eða gasi. Eða að draga úr losun frá landnýtingu, þar sem hún er ósjálfbær. En það mun líka þurfa að koma til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Þar sem við lögum samfélagið okkar að því að það eru að verða breytingar. En tíminn er að renna út og við hreinlega skuldum sjálfum okkur og framtíðarkynslóðum að koma í veg fyrir að þessar alvarlegu afleiðingar loftslagsbreytinga verði meira afgerandi,“ segir Guðmundur Ingi. Samband hlýnunar og uppsafnaðrar losunar.IPCC Hann gerir ráð fyrir að loftslagsmálin verði eitt stóru mála komandi kosninga. „Að mínu mati hafði ríkt of mikill pólitískur doði í lofslagsmálum í of langan tíma þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við. Á stefnuskrána var sett kolefnishlutleysi árið 2040, 40% samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda, sem nú er búið að auka upp í 55%. Það eru skref sem við höfum tekið á þessu kjörtímabili með nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Við höfum stigið skref sem skipta miklu máli en að sama skapi finnst mér þessi skýrsla sýna að á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra og þurfum að stíga stærri skref.“
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent