Hljóp inn á til að húðskamma Carrasco og lét dómara leiksins fá það óþvegið í leikslok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 10:31 Diego Simeone er engum líkur. Rico Brouwer/Getty Images Diego Simeone, þjálfari Spánarmeistara Atlético Madríd, verður seint talinn rólegur í skapinu. Hann missti stjórn á skapi sínu er lið hans tapaði 2-1 gegn Feyenoord frá Hollandi um helgina. Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira