Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 13:44 Lík hvítrússneska aðgerðasinnans Vitaly Sjísjovs fannst í almenningsgarði í Kænugarði á þriðjudag. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. EPA-EFE/STEPAN FRANKO Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02