Leiðtogi óskast! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. ágúst 2021 17:30 Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun