Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 10:36 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna. Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna.
Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira