Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:56 Í umræddri grein er kallað eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Getty Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum. Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína. Kína Leikjavísir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína.
Kína Leikjavísir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira