Durant sýndi snilli sína gegn Spáni og Doncic enn ósigraður í slóvenska landsliðsbúningnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 07:25 Spánverjar réðu lítið við Kevin Durant. getty/Bradley Kanaris Kevin Durant skoraði 29 stig þegar Bandaríkin komust í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó með sigri á Spáni, 81-95, í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum hefur bandaríska liðið unnið þrjá leiki í röð og þarf bara tvo sigra í viðbót til að vinna gull á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Spánverjar voru sterkari framan af og náðu mest tíu stiga forskoti, 39-29. Bandaríkin gáfu þá í og jöfnuðu fyrir hálfleik, 43-43. Í 3. leikhluta tók Durant yfir og skoraði þá þrettán af 29 stigum sínum. Hann hitti úr tíu af sautján skotum sínum í leiknum. Ricky Rubio bar af í liði Spánar og skoraði 38 stig. Jayson Tatum skoraði þrettán stig fyrir Bandaríkin, Jrue Holiday tólf og Damian Lillard ellefu. Devin Booker var með níu stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. The #USABMNT defeats Spain, 95-81 to advance to the #Tokyo2020 Men's #Basketball Semifinals.Kevin Durant: 29 PTSJayson Tatum: 13 PTSJrue Holiday: 12 PTSRicky Rubio: 38 PTS pic.twitter.com/3LIYUpaLM7— NBA (@NBA) August 3, 2021 Luka Doncic og félagar hans í slóvenska landsliðinu eru einnig komnir áfram í undanúrslit eftir sigur á Þýskalandi, 94-70. Doncic skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann hefur ekki enn tapað leik með slóvenska landsliðinu á ferlinum. Top 4 in the world, a country of 2M people! What a feeling! #mislovenci pic.twitter.com/bK0woXuDRT— Luka Doncic (@luka7doncic) August 3, 2021 Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena með 27 stig og Mike Tobey, samherji Martins Hermannssonar hjá Valencia, skoraði þrettán stig og tók ellefu fráköst. Maodo Lo skoraði ellefu stig fyrir Þýskaland. Í undanúrslitunum mæta Bandaríkin annað hvort Ástralíu eða Argentínu á meðan Slóvenía mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Ítalíu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum hefur bandaríska liðið unnið þrjá leiki í röð og þarf bara tvo sigra í viðbót til að vinna gull á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Spánverjar voru sterkari framan af og náðu mest tíu stiga forskoti, 39-29. Bandaríkin gáfu þá í og jöfnuðu fyrir hálfleik, 43-43. Í 3. leikhluta tók Durant yfir og skoraði þá þrettán af 29 stigum sínum. Hann hitti úr tíu af sautján skotum sínum í leiknum. Ricky Rubio bar af í liði Spánar og skoraði 38 stig. Jayson Tatum skoraði þrettán stig fyrir Bandaríkin, Jrue Holiday tólf og Damian Lillard ellefu. Devin Booker var með níu stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. The #USABMNT defeats Spain, 95-81 to advance to the #Tokyo2020 Men's #Basketball Semifinals.Kevin Durant: 29 PTSJayson Tatum: 13 PTSJrue Holiday: 12 PTSRicky Rubio: 38 PTS pic.twitter.com/3LIYUpaLM7— NBA (@NBA) August 3, 2021 Luka Doncic og félagar hans í slóvenska landsliðinu eru einnig komnir áfram í undanúrslit eftir sigur á Þýskalandi, 94-70. Doncic skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann hefur ekki enn tapað leik með slóvenska landsliðinu á ferlinum. Top 4 in the world, a country of 2M people! What a feeling! #mislovenci pic.twitter.com/bK0woXuDRT— Luka Doncic (@luka7doncic) August 3, 2021 Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena með 27 stig og Mike Tobey, samherji Martins Hermannssonar hjá Valencia, skoraði þrettán stig og tók ellefu fráköst. Maodo Lo skoraði ellefu stig fyrir Þýskaland. Í undanúrslitunum mæta Bandaríkin annað hvort Ástralíu eða Argentínu á meðan Slóvenía mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Ítalíu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira