Hvar værum við án framlínufólks í verslun? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 2. ágúst 2021 09:05 Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Frídagurinn á sér langa og merkilega sögu en frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Mörgum þykir sjálfsagt að hafa opið í verslunum á þessum degi en vilja á sama tíma njóta þessa frídags sem stofnað var til fyrir verslunarfólk. Sem betur fer virða flestir stjórnendur verslana þennan mikilvæga frídag fyrir sitt fólk og hjálpa okkur við að halda á lofti þessari mikilvægu hefð. Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan hefði verið ef almenningur hefði ekki haft nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu. Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum. Við í VR reyndum ítrekað að benda á þetta við sóttvarnaryfirvöld og settum meðal annars af stað auglýsingaherferð í veikri von um að opna augu stjórnvalda. En allt kom fyrir ekki. Steininn tók úr þegar grímuskyldu og fjöldatakmörkunum var aflétt og starfsfólk í verslun var skilið eftir algjörlega berskjaldað. Í kjölfarið sendum við í VR bréf á stjórnvöld en áskorunum okkar um að bjóða framlínufólki í verslunum bólusetningu án tafar var ekki einu sinni svarað. Verslunin hér heima hefur gengið vel í faraldrinum, svo vel að met hafa verið slegin og á tímabilum hefur ríkt sannkölluð Þorláksmessustemning. En höfum það hugfast hvernig staðan hefði verið, og væri enn, ef starfskrafta verslunarfólks nyti ekki við. Ef við hefðum ekki greiðan aðgang að nauðsynjavöru og öllu því sem við teljum sjálfsagt að geta orðið okkur út um í daglegu lífi. Hvernig hefði ástandið orðið ef aðgengi af þessu tagi hefði raskast? Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi. Ég óska félagsmönnum VR og landsmönnum öllum til hamingju með daginn! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Verslun Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Frídagurinn á sér langa og merkilega sögu en frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Mörgum þykir sjálfsagt að hafa opið í verslunum á þessum degi en vilja á sama tíma njóta þessa frídags sem stofnað var til fyrir verslunarfólk. Sem betur fer virða flestir stjórnendur verslana þennan mikilvæga frídag fyrir sitt fólk og hjálpa okkur við að halda á lofti þessari mikilvægu hefð. Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan hefði verið ef almenningur hefði ekki haft nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu. Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum. Við í VR reyndum ítrekað að benda á þetta við sóttvarnaryfirvöld og settum meðal annars af stað auglýsingaherferð í veikri von um að opna augu stjórnvalda. En allt kom fyrir ekki. Steininn tók úr þegar grímuskyldu og fjöldatakmörkunum var aflétt og starfsfólk í verslun var skilið eftir algjörlega berskjaldað. Í kjölfarið sendum við í VR bréf á stjórnvöld en áskorunum okkar um að bjóða framlínufólki í verslunum bólusetningu án tafar var ekki einu sinni svarað. Verslunin hér heima hefur gengið vel í faraldrinum, svo vel að met hafa verið slegin og á tímabilum hefur ríkt sannkölluð Þorláksmessustemning. En höfum það hugfast hvernig staðan hefði verið, og væri enn, ef starfskrafta verslunarfólks nyti ekki við. Ef við hefðum ekki greiðan aðgang að nauðsynjavöru og öllu því sem við teljum sjálfsagt að geta orðið okkur út um í daglegu lífi. Hvernig hefði ástandið orðið ef aðgengi af þessu tagi hefði raskast? Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi. Ég óska félagsmönnum VR og landsmönnum öllum til hamingju með daginn! Höfundur er formaður VR.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun