Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2021 21:00 Helgarplön Bertu Sandholt breyttust mjög þegar hún lenti í einangrun. aðsend Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. Það eru eflaust plön fæstra að vera í einangrun í farsóttarhúsi um verslunarmannahelgina. Berta Sandholt er á fjórða degi í einangrun í farsóttarhúsinu við Barónstíg en hún ætlaði austur á land að skemmta sér með fjölskyldunni um helgina. „Sem betur fer var ég ekki með miða á þjóðhátíð eða miða á eitthvað. Þetta átti að vera allskonar húllumhæ og skemmtilegt. Auðvitað hefði ég viljað gera það en ég er ekki búin að kaupa tjald og þannig,“ segir Berta og hlær. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Umsjónarmaður farsóttarhúsanna hvetur þá sem eru í einangrun til að reyna að njóta helgarinnar. „Það er allt í streymi. Bæði Helgi og brekkusöngur þannig það er um að gera kaupa sér streymi og njóta,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara „Facetime“ og förum yfir stjörnuspána. Við gerum það daglega. Ég mun ekki fylgjast með instagram, ég geri það minna þegar ég kemst ekki út. Horfi bara á ólympíuleikana eða eitthvað.“ Berta er smátt og smátt að fá heilsuna aftur en verst finnst henni að njóta ekki matar. „Ég finn ekki bragð og ekki lykt sem er hræðilegt því ég er með kex og snakk og eitthvað hérna.“ Engin fjölmenn kvöldvaka í farsóttarhúsum Gylfi segir að engin kvöldvaka verði í farsóttarhúsum. „Nei en það er aldrei að vita nema við verðum með símabingó eða símakarókí, það kemur bara í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Það eru eflaust plön fæstra að vera í einangrun í farsóttarhúsi um verslunarmannahelgina. Berta Sandholt er á fjórða degi í einangrun í farsóttarhúsinu við Barónstíg en hún ætlaði austur á land að skemmta sér með fjölskyldunni um helgina. „Sem betur fer var ég ekki með miða á þjóðhátíð eða miða á eitthvað. Þetta átti að vera allskonar húllumhæ og skemmtilegt. Auðvitað hefði ég viljað gera það en ég er ekki búin að kaupa tjald og þannig,“ segir Berta og hlær. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Umsjónarmaður farsóttarhúsanna hvetur þá sem eru í einangrun til að reyna að njóta helgarinnar. „Það er allt í streymi. Bæði Helgi og brekkusöngur þannig það er um að gera kaupa sér streymi og njóta,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara „Facetime“ og förum yfir stjörnuspána. Við gerum það daglega. Ég mun ekki fylgjast með instagram, ég geri það minna þegar ég kemst ekki út. Horfi bara á ólympíuleikana eða eitthvað.“ Berta er smátt og smátt að fá heilsuna aftur en verst finnst henni að njóta ekki matar. „Ég finn ekki bragð og ekki lykt sem er hræðilegt því ég er með kex og snakk og eitthvað hérna.“ Engin fjölmenn kvöldvaka í farsóttarhúsum Gylfi segir að engin kvöldvaka verði í farsóttarhúsum. „Nei en það er aldrei að vita nema við verðum með símabingó eða símakarókí, það kemur bara í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16