Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 13:56 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttahúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira