Norskum áhrifavöldum skylt að tilgreina ef búið er að eiga við sjálfsmyndirnar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 12:16 Emma Ellingsenn er einn stærsti áhrifavaldurinn í Noregi. Hún er með í kringum 705 þúsund fylgjendur og því má ætla að hún sé fyrirmynd fyrir ansi mörg ungmenni. Skjáskot/instagram Fyrr í mánuðinum voru lög samþykkt í Noregi sem skylda áhrifavalda til þess að merkja þær myndir sérstaklega sem búið er að eiga við. Lögin taka gildi í júlí á næsta ári og munu brot á þeim varða sekt. Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“ Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“
Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira