Anníe Mist átti „undraverðan“ dag og Katrín Tanja ekkert nema bros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 12:00 CrossFit heimurinn fagnaði því að sjá Anníe Mist Þórisdóttir aftur í keppni þeirra bestu. Hún er komin aftur. Instagram/@roguefitness Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru báðar ánægðar með fyrsta daginn sinn á heimsleikunum í CrossFit en þær fá nú tækifæri til að safna orku í dag eftir að hafa klárað fjórar greinar í gær. Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira