Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 19:00 Mengunin frá skemmtiferðaskipum er augljós á þessari mynd. Stöð 2/Kristinn Gauti Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira