Fjöldi einstaklinga með vissa litakóðun segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2021 14:21 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Líkt og í gær eru þrír sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæslu. Fjórtán starfsmenn spítalans eru nú í einangrun og hefur fækkað um einn frá því í gær. 149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42