Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 12:00 Fólk er beðið um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi hverju sinni, enda breytast þær ört. Vísir/Vilhelm Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. „Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
„Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent