Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir neðan allar hellur Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 17:00 Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar fundar nú á Egilsstöðum en Helga Vala Helgadóttir bendir á að Þórólfur hafi lagt fram minnisblað sitt fyrir þremur dögum og hann hefur sagt að því fyrr sem gripið er til aðgerða, þeim mun betra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur sett fram harða gagnrýni á ríkisstjórnina vegna viðbragða hennar, eða öllu heldur meints sofandaháttar, við minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Þetta gerir Helga Vala í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En Þórólfur hefur hvatt valdhafa til að grípa í taumana fyrr en seinna vegna sífellt fleiri sem smitast hafa af Covid-19, og þá einkum Delta-afbrigðinu. „Það er ekki eitt, það er of margt alveg ruglað við atburðarrás síðustu daga. Það var vitað í fyrradag að það kæmu nýjar tillögur vegna fjölgunar smita. Þjóðin hefur fengið að bíða í tvo daga eftir því hvað gerist næst og hvaða takmarkanir verða settar á frelsi hennar,“ segir Helga Vala. Hún segir jafnframt að í tvo daga hafi ríkisstjórnin verið meðvituð um þetta en virðist svo koma af fjöllum varðandi fundarstað. Hellir sér yfir ríkisstjórnina „Ekki virðist hafa komið til greina að halda fjarfund, eins og er orðið landlægt í heimsfaraldri annars vegar í þágu smitvarna og hins vegar til að koma fólki sem er á víð og dreif á einn og sama fundinn. Nei, þau velja að vera á Egilsstöðum, borga 800 þúsund fyrir flugvél undir þrjá ráðherra, sem virðast ekki hafa fengið fundarboðið nægilega snemma til að geta komið sér á staðinn eins og hinir? Hver er að skipuleggja þetta eiginlega?“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi í Safnahúsinu.Vísir/Arnar Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir í samtali við fréttastofu að Ernisvélin sem flaug með ráðherrana austur, hafi verið tekin á leigu til að fjölmiðlar kæmust með. En yfirvöld höfðu áður tryggt sér vél frá Mýflugi, en svo hafi á endanum voru það bara ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson auk ráðuneytisstjóra og fáeinna annarra sem fóru með vélinni. Og Helga Vala spyr áfram: Hvers vegna fundað sé klukkan 16 á föstudegi? Hvað eiga skipuleggjendur hátíða og fjölskyldur í landinu að gera við upplýsingar undir kvöld á föstudegi? „Er þetta gamla trixið að koma með vondar fréttir í lok viku til að þær týnist í helginni? Er ekki viss um að það trix náist núna og mér finnst þessi framkoma ríkisstjórnar eiginlega fyrir neðan allar hellur.“ Fjölmargir bíða niðurstöðu í ofvæni Eins og meðal annars kemur fram á Vísi eru veitingamenn afar langeygir eftir því að fá að vita hvaða niðurstöður liggja fyrir eftir fundinn. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú,“ segir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon. Þá er vitað að þeir sem standa fyrir útihátíðum eru milli vonar og ótta, hvað verður. Svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Þetta gerir Helga Vala í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En Þórólfur hefur hvatt valdhafa til að grípa í taumana fyrr en seinna vegna sífellt fleiri sem smitast hafa af Covid-19, og þá einkum Delta-afbrigðinu. „Það er ekki eitt, það er of margt alveg ruglað við atburðarrás síðustu daga. Það var vitað í fyrradag að það kæmu nýjar tillögur vegna fjölgunar smita. Þjóðin hefur fengið að bíða í tvo daga eftir því hvað gerist næst og hvaða takmarkanir verða settar á frelsi hennar,“ segir Helga Vala. Hún segir jafnframt að í tvo daga hafi ríkisstjórnin verið meðvituð um þetta en virðist svo koma af fjöllum varðandi fundarstað. Hellir sér yfir ríkisstjórnina „Ekki virðist hafa komið til greina að halda fjarfund, eins og er orðið landlægt í heimsfaraldri annars vegar í þágu smitvarna og hins vegar til að koma fólki sem er á víð og dreif á einn og sama fundinn. Nei, þau velja að vera á Egilsstöðum, borga 800 þúsund fyrir flugvél undir þrjá ráðherra, sem virðast ekki hafa fengið fundarboðið nægilega snemma til að geta komið sér á staðinn eins og hinir? Hver er að skipuleggja þetta eiginlega?“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi í Safnahúsinu.Vísir/Arnar Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir í samtali við fréttastofu að Ernisvélin sem flaug með ráðherrana austur, hafi verið tekin á leigu til að fjölmiðlar kæmust með. En yfirvöld höfðu áður tryggt sér vél frá Mýflugi, en svo hafi á endanum voru það bara ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson auk ráðuneytisstjóra og fáeinna annarra sem fóru með vélinni. Og Helga Vala spyr áfram: Hvers vegna fundað sé klukkan 16 á föstudegi? Hvað eiga skipuleggjendur hátíða og fjölskyldur í landinu að gera við upplýsingar undir kvöld á föstudegi? „Er þetta gamla trixið að koma með vondar fréttir í lok viku til að þær týnist í helginni? Er ekki viss um að það trix náist núna og mér finnst þessi framkoma ríkisstjórnar eiginlega fyrir neðan allar hellur.“ Fjölmargir bíða niðurstöðu í ofvæni Eins og meðal annars kemur fram á Vísi eru veitingamenn afar langeygir eftir því að fá að vita hvaða niðurstöður liggja fyrir eftir fundinn. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú,“ segir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon. Þá er vitað að þeir sem standa fyrir útihátíðum eru milli vonar og ótta, hvað verður. Svo dæmi séu nefnd.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52